Saturday, March 15, 2008

Palampur

Sælt veri fólkið. Þá er daglega lífið hafið, með öllum þeim leiðindum sem því filgja. Það er mál með vexti að skólar eru lokaðir núna og byrja ekki aftur fyrr en 6. apríl. Þangað til skólarnir byrja er ég að kenna á svokölluðu bridge cours, sem er einskonar kennslu námskeið á meðan skólarnir eru í fríi. Þar er ég og ein ensk stelpa að kenna og við erum bara fullir kennarar, og það vesta er við eigum að undirbúa alla kennsluna sjálf. Okkur var bara sagt að kenna stærfræði og ensku og ekkert frekar. Ég er semsagt búinn að vera að eiða kvöldunum í að skrifa upp hin ýmsu stærfræði dæmi fyrir krakkana. Það er líka alltaf misjaft hverjir mæta og á hvaða aldri þau eru. Og maður leggur ekki sömu dæminn fyrir 8 ára og 13 ára. Ein stelpan er samt mjög klár og hefur leyst flest allt sem ég hef lagt fyrir hana. Ég á mér semsagt uppáhalds nemanda strax. En svo teiknum við líka mikið og förum í feluleik, þar sem ég er einhverneigin alltaf valinn til að telja.
Borðaði kjúkling eftir 9 daga, 12kl og 27mín af græmetis réttum, og það var tuddalega gott. Ég held samt að ég fái kjöt aðeins einu sinni í viku. Er samt búinn að komast að því að djúpsteikt blómkál bragðast næstum því eins og kjúklinga naggar.
Á föstudaginn var svo skálað fyrir vel heppnaðari viku. Það skemmtilega er að stelpur meiga ekki kaupa vín á Indlandi. Það þykkir bara ekki kvennlegt að derkka, svo við strákarnir þurftum að rogast með allt vínið fyrir stelpurnar.
Fór samt núna áþann í góða göngu sem ég er ný kominn úr.
Tékkið á myndum
Eys, the bleys

Kallinn við Thj Mahal
Útsýnið við gluggan
Skoðunarferð til borgar virkis í Japur
Ryan á fílsbaki

4 comments:

Unknown said...

Hæ,hæ
Gaman að sjá myndir frá þér, enn okkur finst þú als ekki nóu duglegur að blogga!!!!!
Frá tveimur taugaveikluðum á Huldubrautinni :o)
Knús!

Unknown said...

vá mig langar smá til indlands núna.. smá mikið.

virðist vera rosa party þarna hjá þér! mig langar í hjemsokn..

kv. nonni

Ragna said...

Hæhæhæ, gullið mitt. Gott að heyra frá þér. Ég er í smá vandræðum heima......kann ekki að elda, þegar þú ert ekki. Alltof mikið af afgöngum, en Ari reddar málinum ...stundum!!
Páskar að koma.. og ég þarf að fara að kaupa súkkulaði. Ég ætla ekkert að segja þér til hvers!!
Kossar og knús frá okkur heima. Mamma

Guðrún Lilja said...

Flottar myndir
Sýndi ömmu þinni og Gulla bloggið og þau biðja kærlega að heilsa. Er sammála Huldubrautargenginu:
Meira blogg...
Haltu áfram að láta ljós þitt skína
gle