Monday, April 21, 2008

Myndir

Landamæri Pakistans
Gullna hofið að kvöldi
Og að deigi
Fór líka að skoða foss, að sjálfsögðu þurfti einhver að taka mynd af mér

Friday, April 18, 2008

Amristar

Hryllileg vika. Búinn að liggja í bælinu sökum veikinda. Hiti, æla, niðurgangur..... allur pakkinn. Fór nokkru sinnum til læknis og er nú kominn á einhvert massíf lif. Allur að skána samt :-)
Átti samt mjög skemmtilega helgi. Fór til borgar að nafni Amritsar sem er rétt við landamæri Pakistans. Á hverjum degi þegar landamærunum er lokað er svaka athöfn þar sem prúðklæddir hermenn marsera og gera alskonar fóta hreyfingar. Svo eru fánar beggja landa dregnir niður á nákvæmlega sama tíma, og fleiri hundruð Indverjar hrópa Hindustan dindraban (leingi lifi Indland). Gríðarleg upplifun. En Amristar er aðalega fræg fyrir Gulna hofið. Það er höfuðstaður Sikh, þeir sem ganga með túrpina sem höfuðfat og mega ekki skerða skegg sitt. Það var allveg magnað. Ég þurfti að fjárfesta í höfuðklút þar sem maður verður að hilja hár sitt þarna inni. Svo þurfti maður að vera berfættur og baða fætturnar í sérstakri laug áður en maður færri inn. Ég sett inn myndir þegar ég hef meiri tíma.
Eysteinn
PS Jón, ekkert slúður með hana, afturámóti eru ég og íslenska stelpan orðin GÓÐIR vinir

Tuesday, April 8, 2008

Shimla

Ég átti fína helgi. Það rindi gríðarlega og á leiðini datt stuðarinn af bílnum, án tilefnis. Annas var mjög kalt, þar sem að ef það er skýað þá er bara mjög kalt. Hótelið var líka ekki upphitað svo næturnar voru kaldar. Skemmtileg borg sammt, líklea fleiri apar en mannfólk og borginn er í 2100 m hæð þ.e. í miðju fjalllendi. Engar beinar götur aðeins brattar brekkur. Þetta er samt túristaborg og átti ég eina af mínum bestu stundum hér í Indlandi þegar ég kom auga á Dominos. Gengum upp í hof sem var þétt setið öpum, þeir réðust á eina stelpuna, það var mjög fyndið.
Um kvöldið fundum við svo brjálað diskótek. Það voru að vísu bara karlmenn en þeir stóðu sig vel á dansgólfinu. Tjútuðum fram á rauða nótt og fórum heim daginn eftir.
Er núna kominn í nýjan skóla með nýjum krökkum. Sakkna samt gömlu krakkana mína. Setti nokkrar myndir af þeim hér að neðan.
Komu 25 nýir sjálfboðaliðar um helgina, þar af einn strákur. Gömlu stelpurnar eru nú að stofna bandalag gegn nýja fólkinu. Köld eru kvenna ráð. Ég er nátturlea bara sáttur þar sem konungsdæmið mitt var að stækka um helming. Ein íslensk stelpa líka gaman að géta talað íslensku aftur.
Lifið heil, Eysteinn
Saxi, Roshi, Arpna, Sonali, Puja og Dhara (kennarinn)
Eithvað af hópnum, ath þetta var kennslu ,,stofan"
Æðisleg stund. Mille og Daniel
Blautur api Monkey temple
Brjálað diskó

Wednesday, April 2, 2008

Kangra (bara svoa að halda borgar þemainu þó ég æti eflaust ekki að vera að skrifa svona mikið hér í titlinum, þó svo það sé gaman hehehe eða kanski)

Lífið gengur sin vana gang hér í austri.
Er búinn að vera að rúla upp skólanum. Er kominn með öll nöfnin á hreint og ég þarf ekki annað en að urra og þau fara að læra. Þau elska mig samt. Nú eftir að ég kendi þeim einakrónu þá vilja þau ekkert annað gera. Nú er samt mínu bridge coures að ljúka þar sem skólarnir eru að byrja aftur. Þannig á mánudaginn byrja ég að kenna í Bandla school.
Síðasta helgin var frekar rosaleg. Þar sem 4 vikur voru búnar þá var haldið kveðjupartý fyrir þau sem voru að fara. Það kvöld var einstakt, spiluðum badminton kl 3 um nótt og fórum í njósnaleik og vorum að læðast inn í hjá hálfsofandi fólki svo fátt eitt sé nefnt. Og eins og þið getið ýmindað ykkur vorum við mjög lúmskir. Fór svo í ferðalag á sunnudaginn þar sem ég skoðaði bæ að nafni Kangra. Skoðaði gamalt fort og klaustur. Allveg gaman en ekkert rosalegt. Tók mikið af myndum. Er að fara núna um helgina til Shimla, höfuðborg héraðisins. Það er ferð skipulögð af okkur og er ágætlega mikið að fólki að fara. Samt allveg 8 tíma keyrsla. Jæja það verður fjör.
El senjor bleyseros
P.S. skemtileg comment :-)