Wednesday, March 19, 2008

Allt að koma

Allt að koma, eða svona næstum því. Börnin eru kominn úr að vera hrygalega óþolandi í að vera þokkalega óþolandi. Er byrjaður að venjast þeim og þau vilja sífelt að ég annaðhvort lifti þeim eða spenni vöðvana. Elstu stelpurnar eru samt mjög klárar. Þær eru 13 og eru að leysa stærfræði dæmi sem ég efast um að sumir vinir mínir gætu leyst. Einn strákurinn fer samt allveg með mann, stundum. Hann á hryllilega erfit að sytja kyrr í heila mínutu. Ég er farinn að vorkena kennurum mínum úr grunnskóla, ég hlít að hafa verið mjög erfiður.
Er svo að fara upp til Himalaja um helgina. 2 daga ganga um fjöllin. Það verður ævintýri, er allavega mjög spenntur.
Er byrjaður í jóga tímum. Það gengur ílla. Ég, tréfóturinn, að reyna að komast í hinar ýmsu stellingar. Er samt alveg að reyna, og er að venjast að sita á gólfinu með krosslaðar lappir. Þar sem öll kennsla fer fram úti og engir stólar, þá verð ég bara að gjörusvovel að sitja eins og allir aðrir.
Ég skal segja ykkur að eftir mánuð verð ég talandi reyprennandi dönsku. Ekki nó með að ég hlusta á samtölin heldur er ég farinn að taka þátt í þeim. Og denskerne grine ikke af mig.
Ég læt heyra í mér eftir ferðina.
एय्स्तेंन, sem er Eysteinn á hindí.

4 comments:

Unknown said...

Þú í jóga!..... almáttugur datt úr stólnum af hlátri. Ég vil fá kennslu þegar þú kemur heim, eða enn betra, sínikennslu hehehe.
Öfunda þig ekkert smá á að vera að fara í göngu um fjöllin, verður að taka fullt af myndum. og ekki væri nú verra að fá myndir af útsýninu hjá þér sem þú ert alltaf að dásama.
Gangi þér vel í kennslunni, og það er ekkert skrítið að stelpurnar geti leist dæmi sem vinir þínir geta ekki, stelpur hafa jú alltaf verið bráðþroskaðri enn strákar
Knús
Unnur

NannaFanney said...

hey babe.
gaman ad lesa bloggid titt.
tad er svo mikid meira og allt annad ad gerast hja ter en mer.
min ferd folnar i samanburdi vid filabak og joga.
Flottar myndirnar sem tu settir inna bloggid.
Lovin it.
hlakka til ad sja tig kallinn
Kvedja fra Cali

solveigr8 said...

Verður að passa þig á þessum 13 ára stelpum. Ég vil neibla endilega fá þig aftur heim en ekki vita af þér giftum einhversstaðar á Indlandi.

Yoga er feitt. Maður þarf samt að vera frekar liðugur. Þú verður að muna að teygja

Luv Sólveigos

Unnur litla said...

Hæ kæri vinur Eysteinn
Vó ég er að reyna að sjá þig fyrir mér að siða míní útgáfu að sjálfum þér til en það er dálið erfit :s
ég var að lesa þessa síðu fyrst í dag, Hilla systir síndi mér hana í gærkvöldi. gott að það er svona gaman hjá þér.
Kv. Unnur litla