Wednesday, April 2, 2008

Kangra (bara svoa að halda borgar þemainu þó ég æti eflaust ekki að vera að skrifa svona mikið hér í titlinum, þó svo það sé gaman hehehe eða kanski)

Lífið gengur sin vana gang hér í austri.
Er búinn að vera að rúla upp skólanum. Er kominn með öll nöfnin á hreint og ég þarf ekki annað en að urra og þau fara að læra. Þau elska mig samt. Nú eftir að ég kendi þeim einakrónu þá vilja þau ekkert annað gera. Nú er samt mínu bridge coures að ljúka þar sem skólarnir eru að byrja aftur. Þannig á mánudaginn byrja ég að kenna í Bandla school.
Síðasta helgin var frekar rosaleg. Þar sem 4 vikur voru búnar þá var haldið kveðjupartý fyrir þau sem voru að fara. Það kvöld var einstakt, spiluðum badminton kl 3 um nótt og fórum í njósnaleik og vorum að læðast inn í hjá hálfsofandi fólki svo fátt eitt sé nefnt. Og eins og þið getið ýmindað ykkur vorum við mjög lúmskir. Fór svo í ferðalag á sunnudaginn þar sem ég skoðaði bæ að nafni Kangra. Skoðaði gamalt fort og klaustur. Allveg gaman en ekkert rosalegt. Tók mikið af myndum. Er að fara núna um helgina til Shimla, höfuðborg héraðisins. Það er ferð skipulögð af okkur og er ágætlega mikið að fólki að fara. Samt allveg 8 tíma keyrsla. Jæja það verður fjör.
El senjor bleyseros
P.S. skemtileg comment :-)

2 comments:

Unknown said...

Kangra; Svangra; Dangra; Bangra; Fangra; Langra; Vangra.
Þetta eru allt heiti á bæjum á Indlandi, skemmtilegt svona bæjarím

Unknown said...

ég er svo þunnur eysteinn. klukkan er 00:24 og ég er ennþá drullu þunnur eftir kórárshátíðina.. þú misstir af henni! na na na bú bú.. djók.. ég væri frekar til í að vera skoða bæi sem ríma..