Friday, April 18, 2008

Amristar

Hryllileg vika. Búinn að liggja í bælinu sökum veikinda. Hiti, æla, niðurgangur..... allur pakkinn. Fór nokkru sinnum til læknis og er nú kominn á einhvert massíf lif. Allur að skána samt :-)
Átti samt mjög skemmtilega helgi. Fór til borgar að nafni Amritsar sem er rétt við landamæri Pakistans. Á hverjum degi þegar landamærunum er lokað er svaka athöfn þar sem prúðklæddir hermenn marsera og gera alskonar fóta hreyfingar. Svo eru fánar beggja landa dregnir niður á nákvæmlega sama tíma, og fleiri hundruð Indverjar hrópa Hindustan dindraban (leingi lifi Indland). Gríðarleg upplifun. En Amristar er aðalega fræg fyrir Gulna hofið. Það er höfuðstaður Sikh, þeir sem ganga með túrpina sem höfuðfat og mega ekki skerða skegg sitt. Það var allveg magnað. Ég þurfti að fjárfesta í höfuðklút þar sem maður verður að hilja hár sitt þarna inni. Svo þurfti maður að vera berfættur og baða fætturnar í sérstakri laug áður en maður færri inn. Ég sett inn myndir þegar ég hef meiri tíma.
Eysteinn
PS Jón, ekkert slúður með hana, afturámóti eru ég og íslenska stelpan orðin GÓÐIR vinir

2 comments:

Unknown said...

hversu góðir? details details!.. deejók kjépz.

Unknown said...

hæ,hæ elskan
Ömurlegt að heira að þú ert lasinn.
Farðu vel með þig!
Hvað meinaru með góðir vinir......
Risa knús
Unnur
P.s. Er farin að lengja eftir þér, vanntar spilafélaga og mundu svo að sækja útigrillið, því gæti verið stolið.